Beint í efni

Innvigtun mjólkur enn á uppleið

04.06.2014

Innvigtun mjólkur á landinu í liðinni viku (25.-31. maí) var 2.860.056 lítrar. Það er tæplega 260.000 lítrum meira en í sömu viku á síðasta ári, eða 10%. Jafnframt þokast fituhlutfallið upp á við og stendur það nú í 4,08. Sala mjólkurafurða er áfram góð og tíðarfar hefur verið mjólkurframleiðslunni afar hagfellt um land allt það sem af er vori. Á myndinni hér að neðan má sjá þróun framleiðslunnar það sem af er ári (rauða línan) í samanburði við fyrri ár. Það er því ástæða til að ætla að töluvert meiri kraftur verið í framleiðslunni á komandi sumri en undanfarin ár./BHB