Beint í efni

Innvigtun mjólkur aukist um 3%

24.04.2012

Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurafurða var sala á próteingrunni sl. 12 mánuði 114,1 milljónir lítra sem er 0,4% aukning miðað við árið á undan. Sala á fitugrunni var 112,0 milljónir lítra, sem er 1,9% aukning samanborið við síðastliðið ár.
 
Innvigtun mjólkur undanfarna 12 mánuði (apríl 2011-mars 2012) var 126,0 milljónir lítra, sem er aukning um 3,0 % frá fyrra ári/SS.