Innvigtun mjólkur að ná hámarki
20.05.2009
Innvigtun mjólkur á landinu í sl. viku var 2.674.922 lítrar. Það er sjónarmun minna en í sömu viku í fyrra, eða sem nemur 5.983 lítrum, 0,22%. Innleggstoppurinn virðist því ætla að verða mjög svipaður í ár og í fyrra. Frá upphafi verðlagsársins 1.sept. sl. er mjólkurframleiðslan orðin rúmar 88 milljónir lítra, sem er um 1 milljón lítra meira en á sama tímabili fyrir ári. Það er því ekki hægt að segja annað en að framleiðslan gangi vel, þrátt fyrir bágborið ástand efnahagsmála.
Á myndinni hér að neðan má sjá þróun framleiðslunnar undanfarin ár.