Beint í efni

Innvigtun mjólkur á uppleið

30.03.2015

Innvigtun mjólkur í sl. viku (viku 13) var 2.828.000 lítrar, sem er aukning um rúmlega 20.000 lítra frá vikunni á undan. Innvigtun í sömu viku á síðasta ári var 2.647.000 lítrar, eða um 180.000 lítrum minna en nú. Undanfarnar fjórar vikur hefur innvigtunun verið að jafnaði um 140.000 lítrum meiri en á sama tíma í fyrra, eða sem nemur rúmlega 5%. Á myndinni hér að neðan má sjá þróun þessara mála það sem af er ári, miðað við tvö undangengin ár. Búast má við að innvigtunin nái hámarki um miðjan maí og verði þá um 3 milljónir lítra á viku./BHB