Beint í efni

Innvigtun mjólkur á uppleið

26.03.2014

Alls voru vigtaðir inn 2.690.397 lítrar mjólkur í síðustu viku (viku 12). Það er um 175.000 lítrum meira en í sömu viku í fyrra, sem er aukning um 7%. Á móti kemur að fituhlutfall hefur verið ívið lægra en á sama tíma í fyrra. Eins og fram hefur komið var verðhlutfalli fitu og próteins breytt um síðustu áramót, á þann veg að nú vegur fitan 50% og próteinið 50%, í stað 25:75 eins og áður var. Með þeim breytingum skapast verulegur efnahagslegur hvati til að hækka fituhlutfall innleggsmjólkur./BHB