Beint í efni

Innvigtun mjólkur 684 milljarðar lítra

03.12.2011

Samkvæmt samantekt IFCN er innvigtun mjólkur á heimsvísu að færast til færri og stærri afurðafélaga og -fyrirtækja. 20 stærstu aðilarnir tóku síðustu 12 mánuði á móti 160,8 milljörðum lítrum mjólkur eða um 38% af allri innveginni mjólk á heimsvísu og 23,5% af framleiddri mjólk í heiminum.

 

Á listanum yfir 10 stærstu afurðafélögin hafa orðið litlar breytingar sl. tvö ár. Þó má sjá áhrif samruna félaga á stöðu þeirra s.s. Nordmilch og Humana og einnig Sodial og Entremont. Þá munu ekki koma fram öll áhrif samvinnu og samruna hjá nokkrum félögum fyrr en á næsta ári. Líkt og fyrri ár ber Fonterra í Nýja-Sjálandi höfuð og herðar yfir önnur félög með 20,5 milljarða lítra innvigtun á ári og 3% af heimsframleiðslunni. Helstu breytingar virðast vera stöðug innvigtun bandarískra afurðastöðva á meðan svotil allar aðrar eru að bæta við sig.

 

Hér má sjá yfirlit IFCN um stöðu afurðafélaga, eftir innvigtun mjólkur (í milljörðum lítra):

 

1 Fonterra, Nýja Sjálandi 20,5

2 Dairy Farmers of America, Bandaríkjunum 17,1

3 Nestle, Sviss 14,9

4 Dean Foods, Bandaríkjunum 11,8

5 Royal FrieslandCampina, Hollandi 10,3

6 Lactalis, Frakklandi 10,2

7 Arla Foods, Danmörku/Svíþjóð 8,7

8 Danone, Frakklandi 8,0

9 California Dairies Inc., Bandaríkjunum 7,7

10 Kraft Foods, Bandaríkjunum 7,5

11 Nordmilch & Humana, Þýskalandi 6,7

12 Saputo, Kanada/Bandaríkjunum 6,2

13 Land O’ Lakes, Bandaríkjunum 5,8

14 Sodiaal & Entremont, Frakklandi 4,2

15 Mengniu, Kína 3,8

16 Parmalat, Ítalíu 3,7

17 Yili, Kína 3,7

18 Amul, Indlandi 3,4

19 Northwest Dairy Association, Bandaríkjunum 3,3

20 Schreiber Foods, Bandaríkjunum 3,3

/SS