Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Innvigtun minnkar hjá DMK

10.06.2016

Stærsta afurðafélag Þýskalands, DMK (Deutsches Milchkontor GmbH), sendi frá sér tilkynningu í vikunni þess efnis að innvigtun til félagsins hafi dregist saman um 4% síðustu sex vikurnar. Þetta eru mikil tíðindi enda ekki oft miklar sveiflur hjá DMK í innvigtuninni og felst skýringin fyrst og fremst í því að á bak við félagið standa 8.900 kúabú svo það þarf í raun mikið að gerast til þess að samdráttur verði í innvigtun. Skýringin er svo sem augljóst en lágt afurðastöðvaverð hefur þvingað framleiðsluna niður.

 

Árleg innvigtun DMK nemur um 6,7 milljörðum lítra mjólkur og er meðal kúabúið með um 750 þúsund lítra framleiðslu og því með rétt um 80 mjólkurkýr hvert/SS.