Beint í efni

Innvigtun minni en á sama tíma og í fyrra

12.03.2008

Innvigtun í samlög innan SAM í síðustu viku var 2.488.028 lítrar.  Aukning frá vikunni á undan er rúmlega fimm þúsund lítrar eða 0,21%.  Innvigtun í sömu viku árið 2007 var 15.598 lítrum meiri eða 2.503.626 lítrar.  Vikulegur samdráttur milli ára er því 0,62%. Þetta er í fyrsta skipti í rúm tvö ár sem vikuinnvigtun er minni en á sama tíma árið áður.

 

 

Innvigtun það sem af er verðlagsárinu eru 61,7 milljónir lítra, aukning milli verðlagsára eru tæpar 1,5 milljónir lítra eða 2,75%. Nánari upplýsingar má fá um vikuinnvigtunina með því að smella hér. Á myndinni sem birtist má sjá brúna línu sem sýnir hversu mikil innvigtunin þarf að haldast til að ná 120 milljónum lítra á verðlagsárinu.