Beint í efni

Innvigtun í viku 52

12.01.2010

Innvigtun mjólkur í viku 52 ársins 2009 var 2.252.168 lítrar. Það er tæplega 99.000 lítrum minna en í sömu viku síðasta árs. Þó ber þess að geta að tilflutningur á innvigtun vegna hátíðanna var með aðeins öðrum hætti en þá. Heildarinnvigtun ársins 2009 verður því 125,2 milljónir lítra, það er eilítið minna en metárið 2008. Einungis munar þar um 0,1% eða um 100.000 lítrum.