Beint í efni

Innvigtun í viku 5

10.02.2010

Innvigtun hjá mjólkursamlögum innan SAM í viku 5 var 2.452.365 lítrar.  Aukning frá viku 4 voru 9.980 lítrar, eða 0,4%. Í sömu viku árið 2009 var innvigtun 2.462.528 lítrar, vikulegur samdráttur milli ára eru 10.163 lítrar eða 0,4%. Á vikugrunni er innvigtun verðlagsársins 2009/2010 nú um 49,4 milljónir lítra. Samdráttur frá síðasta verðlagsári nemur 544.405 lítrum, eða 1%.