Beint í efni

Innvigtun í viku 16 – ársinnvigtun nálgast 120 milljónir lítra

24.04.2007

Innvigtun í viku 16 var 2.553.825 lítrar.  Aukning frá vikunni á undan er tæplega 29 þús. lítrar eða 1,14%. Innvigtun það sem af er verðlagsári er 75,4 milljónir lítra, aukning milli verðlagsára eru tæpar 6,9 millj. lítra eða 9,9%. Síðustu 12 mánuði (apr.06-mar.07) er innvigtun mjólkur á landinu 119.479.412 lítrar. Á myndinni hér að neðan má sjá samanburð á innleggi undanfarin ár. Hlykkurinn sem er á innleggslínu síðustu vikur er vegna tilfærslu á innvigtun vegna páskahátíðarinnar.