Innvigtun hefur náð hámarki – stefnir í 125 milljónir lítra
02.06.2008
Vikuleg mjólkurinnvigtun samlaganna hámarki sínu á þessu verðlagsári í viku 21 (18.-24. maí) og nam hún þá 2.690.726 lítrum. Ef svo fer fram sem horfir verður mjólkurframleiðslan á þessu verðlagsári, sem lýkur 31. ágúst n.k. 125 milljónir lítra. Verðlagsárið 2006/7 var hún 123,6 milljónir lítra. Ekki eru efni til að ætla að sérstakur samdráttur verði í framleiðslunni á komandi mánuðum, jarðargróður hefur tekið afar vel við sér og sláttur þegar hafinn í betri sveitum. Á myndinni hér að neðan má sjá þróun framleiðslunnar undanfarin ár.