Beint í efni

Innvigtun að ná hámarki

16.05.2007

Innvigtun mjólkur í síðustu viku hjá samlögum innan SAM var 2.633.905 lítrar, aukning frá vikunni þar á undan er óveruleg. Undanfarin ár hefur vikuinnvigtun hvers árs náð hámarki á þessum tíma og er búist við því að svo verði einnig í ár. Athyglisvert er að skoða breytinguna sem hefur orðið á innleggstoppnum á undanförnum tveimur árum. Árið 2005 var hámarkið 2,37 milljónir lítra í ár verður toppurinn nálægt 2,65 milljónum lítra. Munurinn er nærri 300.000 lítrar, um 11,5%, sem er ársframleiðsla tæplega tveggja meðal búa. Það er veruleg breyting. Nánar má sjá þróun innleggs á myndinni hér að neðan.