Innvigtun að aukast á ný?
04.10.2006
Innvigtun mjólkur í síðustu viku var rétt ríflega 2,1 milljón lítra og jókst hún um 6.000 lítra frá fyrri viku. Munurinn frá sömu viku á síðasta ári er þó margfalt meiri, eða 322.000 lítrar. Það er rúmlega 18%. Síðastliðin ár hefur innlegg farið að þokast uppávið um þetta leyti, en það nær að jafnaði lágmarki í september-október og hámarki í apríl-maí. Fróðlegt verður að sjá hvort að þróunin heldur áfram uppávið næstu vikur. Nánar má sjá þróun innleggs með því að smella hér.