Innlegg í maí 11,4 milljónir lítra.
07.06.2006
Mjólkurinnvigtun í maímánuði var sú mesta undanfarin a.m.k. 18 ár, 11,4 milljónir lítra. Maímánuður 1990 kemur næstur, en þá var innvigtunin 10,9 milljónir lítra. Miðað við maí í fyrra er aukningin 8,8%, sé leiðrétt fyrir fjölda innvigtunardaga er aukningin 5,6%.
Það sem af er verðlagsárinu er innvigtunin 83 milljónir lítra, sem er 550 þús. lítrum minna en á sama tímabili í fyrra. Æskilegt er að aukningin það sem eftir er af verðlagsárinu verði svipuð eða meiri og aukningin frá maí 2005 til maí í ár.