Beint í efni

Innlausnarvirði greiðslumarks 122 kr./ltr

05.01.2018

MAST hefur nú gefið út virði greiðslumarks mjólkur sem innleysa má til ríkisins. Innlausnarvirði mjólkur árið 2018 er 122 kl./ltr.

Er virðið reiknað út samkvæmt ákvæðum í reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Fyrir innleyst greiðslumark greiðir ríkissjóður tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark út gildistíma samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar dags. 19. febrúar 2016. Núvirt andvirði greiðslna skal reiknast miðað við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma. Innlausnarvirði greiðslumarks helst óbreytt frá auglýsingardegi innlausnarvirðis til 31. desember ár hvert.

Skilafrestur umsókna vegna fyrstu innlausnar  og kaupa á greiðslumarki á árinu  2018  er 15. janúar næstkomandi. Skilyrði fyrir kaupum er greiðsla berist í síðasta lagi 15.  febrúar  2018.  Umsóknum um kaup og sölu þarf að skila á þjónustugátt Matvælastofnunar.  Umsókn um kaup á greiðslumarki er nr. 7.18 inn á þjónustugáttinni.   Umsókn um sölu (innlausn) á greiðslumarki er nr. 7.14 á þjónustugáttinni.   Umsókn  um innlausn þarf að fylgja  útfyllt og undirritað eyðublað ásamt  veðbókarvottorði og þinglýstu leyfi veðhafa jarðarinnar ef einhverjir eru.  Innlausnarverð á lítra á innleystu greiðslumarki liggur fyrir  í síðasta lagi 1. janúar 2018.  Matvælastofnun greiðir fyrir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. mars 2018.

Greiðslumark framleiðanda með enga framleiðslu árið 2017 verður innleyst  á  öðrum  innlausnardegi ársins í maí  2018  án þess að bætur komi fyrir ef framleiðandi hefur ekki sent inn umsókn um innlausn í síðasta lagi 15. mars 2018.