Innihaldslýsingar á kjarnfóðri uppfærðar
12.05.2010
Innihaldslýsingar á kjarnfóðri hafa nú verið uppfærðar eins og sjá má hér. Helstu breytingar sem orðið hafa á undanförnum misserum eru að hlutfall fiskimjöls í mörgum blöndum hefur lækkað enn frekar, enda fiskimjöl orðið gríðarlega dýrt. Eins og gefur að skilja hefur það umtalsverð áhrif á AAT og PBV gildin í fóðrinu. Rétt er að huga að því þegar kjarnfóður er valið.
Fóðurmatskerfið NorFor er öflugt hjálpartæki í þeim efnum.