Innihald í kjarnfóðurblöndum uppfært
25.01.2010
Innihaldslýsingar á kjarnfóðri frá Fóðurblöndunni hf hafa verið uppfærðar í kjölfar breytinga á próteingjöfum. Er þær að finna hér. Um er að ræða kálfaköggla, kúaköggla 12, 16, 20 og 23, auk H-köggla. Innihalda þær nú mun minna fiskimjöl en áður.
Sem dæmi má nefna að kálfakögglar innihalda nú 7,5% fiskimjöl, í stað 14,4% áður, kúakögglar 16 innihalda 5,5% í stað 9,5% og kúakögglar 20 eru 7% fiskimjöl í stað 11 hundraðshluta áður.
Við þetta taka AAT og PBV gildi talsverðum breytingum. Kúakögglar 16 eru nú með 125 g AAT/kg þe. í stað 130 g AAT í kg þe. áður, PBV gildið fer úr -20 í -4 g/kg þe.
Kúakögglar 20 innihalda 135 g AAT/kg þe. í stað 150 og PBV gildið fer úr -5 g/kg þe. í +30 g/kg þe.
Breytingin hefur því talsverð áhrif á fóðrunarvirði þessara blandna. Verð þeirra er óbreytt.