Innheimtu verðskerðingargjalds hætt frá áramótum
25.01.2006
Í desember sl. var samþykkt á Alþingi breytingartillaga við lög nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Breytingartillagan var þess efnis að innheimtu verðskerðingargjalds af nautgripakjöti yrði hætt frá og með 1. janúar 2006. Hafi þessari innheimtu verið haldið áfram eftir þann tíma, er væntanlega um mistök að ræða af hálfu viðkomandi sláturleyfishafa, sem verða leiðrétt hið fyrsta.