Beint í efni

Innfluttar matvörur hafa hækkað margfalt meira en þær innlendu

29.04.2010

Í Bændablaðinu sem kom út í dag, segir að á undanförnum 3 árum hafa innfluttar matvörur hækkað um 62,8% en innlendar búvörur hafa á sama tíma hækkað um 22,2%. Almennt verðlag, vísitala neysluverðs, hefur á þessum tíma hækkað um 35,3%. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnússonar, ráðherra viðskipta- og efnahagsmála við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns. Það liggur því alveg í augum uppi að drifkraftur hækkandi matvælaverðs hér á landi er hækkanir á innfluttum matvælum.