Innflutningur og verð á grasfræi 2006
30.05.2007
Á síðastliðnu ári voru flutt til landsins ríflega 217 tonn af grasfræi. CIF verðmæti þess var um 33 milljónir króna eða 152 kr/kg. Að jafnaði þarf um 30 kg í hektarann, þannig að þetta fræmagn dugar í ríflega 7.000 hektara lands. Upplýsingar eru fengnar frá Hagstofu Íslands. Í töflunni hér að neðan er að finna magn og verð einstakra tegunda, eftir númerum í tollskrá. Á innflutt fræ leggjast ýmiskonar gjöld, á fræ í pappírsumbúðum leggst 7 kr/kg úrvinnslugjald og 3 kr/kg ef það er í plastumbúðum. Í báðum tilfellum á þetta við um hvert kg umbúða. Þá skal greiða 3,1% eftirlitsgjald af sáðvöru og er gjaldstofninn tollverð vörunnar.
Fyrir þá sem ekki kannast við skammstafanirnar FOB og CIF, þá merkir sú fyrrnefnda „free on board“, það er verð vöru sem komin er í skip í útflutningshöfn. Sú síðarnefnda merkir „cost, insurance, freight“, það er verð vöru komið á hafnarbakkann í innflutningshöfn, þar sem búið er að greiða fyrir vöruna sjálfa, flutning, tryggingu og uppskipun hennar.
Frægerð og tollskrárnúmer | Magn, tonn | FOB verð (þús. kr) | CIF verð (þús. kr) | Flutningskostnaður kr/kg | Meðalverð (CIF) kr/kg fræs |
Smárafræ í >=10 kg umbúðum 1209.2201 | 13,1 | 1.064 | 1.195 | 10 | 91,22 |
Annað smárafræ 1209.2209 | 0,02 | 102 | 114 | 600 | 5.700 |
Túnvingulsfræ í >=10 kg umbúðum 1209.2301 | 21 | 3.123 | 3.355 | 11 | 159,76 |
Annað túnvingulsfræ 1209.2309 | 8,7 | 1.030 | 1.107 | 8,90 | 127,24 |
Vallarsveifgrasfræ í >=10 kg umbúðum 1209.2401 | 5,5 | 1.208 | 1.415 | 37,60 | 257,27 |
Annað vallarsveifgrasfræ 1209.2409 | 44,5 | 5.206 | 5.566 | 8,10 | 125,08 |
Rýgresisfræ í >= 10 kg umbúðum 1209.2501 | 26,9 | 3.668 | 3.964 | 11 | 147,36 |
Annað rýgresisfræ 1209.2509 | 44,6 | 3.870 | 4.152 | 6,30 | 93,09 |
Vallarfoxgrasfræ í >= 10 kg umbúðum 1209.2601 | 57,8 | 5.490 | 5.971 | 8,30 | 103,30 |
Annað vallarfoxgrasfræ 1209.2609 | 47,9 | 7.985 | 8.751 | 16 | 182,69 |
Annað grasfræ í >=10 kg umbúðum 1209.2901 | 31,7 | 7.796 | 8.378 | 18,40 | 264,29 |
Annað grasfræ 1209.2909 | 20,8 | 3.254 | 3.551 | 14,30 | 170,72 |