Innflutningur nautgripakjöts fyrstu 3 mánuði ársins 2009
05.05.2009
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru flutt inn rúm 33 tonn af nautgripakjöti í janúar-mars á yfirstandandi ári. Það er nokkur samdráttur frá fyrra ári, en þá voru flutt inn um 50 tonn á sama tímabili.
Af þessum 33 tonnum eru um 24 tonn af hakki, afgangurinn eru vöðvar af ýmsum toga. Langmest af kjötinu kemur frá Þýskalandi, 18 tonn. Frá Hollandi voru flutt inn 8 tonn, frá Spáni komu 6,5 tonn og lítilræði kom frá Danmörku. Athygli vekur að lundir hafa ekki verið fluttar inn síðan í ágúst í fyrra. Innfluttar nautalundir sem nú eru falboðnar í verslunum hérlendis eru því ekki alveg splunkunýjar.
Heimild: Hagstofa Íslands