Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Innflutningur nautakjöts stóraukist

12.11.2004

Samkvæmt útreikningum Landssambands kúabænda á gögnum frá Hagstofu Íslands hefur innflutningur nautakjöts á þessu ári stóraukist miðað við sama tíma í fyrra. Þá nam innflutningur til landsins (jan-sept) um 12 tonnum af nautakjöti, en á sama tímabili í ár komu til landsins 45 tonn af nautakjöti. Lang mest hefur verið flutt inn af frystum lundum, eða 22 tonn og er áætlað söluverðmæti um 60-70 milljónir króna. Í sumar var úthlutað tollkvótum vegna innflutnings á nautakjöti og

fengu eftirtaldir aðilar heimild til að flytja inn til landsins nautakjöt (samtals 95 tonn á tímabilinu júlí ´04 til júní ´05) án tolla.

Nafn fyrirtækis Starfsemi Magn, kg.
Aðföng Dreifingarfyrirtæki fyrir Baug 10.000
Dreifing ehf. Innflutningur og vörudreifing á matvælum 13.357
Ekran ehf. M.a. innflutningur og sala til veitingastaða   6.200
Gallerý kjöt ehf. Kjötvinnsla og bein sala   3.000
G.V. heildverslun ehf. Innflutningur og sala til veitingastaða 15.700
Kjötbankinn ehf. Kjötvinnsla og bein sala   7.343
Kjötframleiðendur ehf.* Kjötsölufyrirtæki   6.400
Kjötvinnslan Esja Kjötvinnsla 10.000
Perlukaup ehf. (Perlan) Til eigin nota og annarra veitingastaða 10.000
Sölufélag Austur Húnvetninga Kjötvinnsla 10.000
Viðbót ehf. Innflutningur og sala til verslana og veitingastaða   3.000

* Fyrirtæki í eigu búgreinafélaganna