Beint í efni

Innflutningur leyfður á notuðum fjósbúnaði frá Danmörku

30.11.2007

Landbúnaðarráðuneytið hefur heimilað innflutning á notuðum fjósbúnaði, innréttingum og mjaltakerfi, frá Danmörku til nota í fjósi sem er í byggingu hér á landi. Ráðuneytið heimilar innflutninginn að fenginni umsögn Landbúnaðarstofnunar.

Í stuttu máli er ferillinn þannig að umsókn um slíkan innflutning er send til ráðuneytis landbúnaðarmála sem biður LBS um umsögn. Krafist er sótthreinsunar búnaðarins í upprunalandi, sem tekin er út og vottuð af opinberum dýralækni þar í landi. Dýralæknir sem vottar hreinsun sendir ljósmyndir til LBS af búnaðinum, sé stofnunin sátt við verkið gefur hún grænt ljós á innflutninginn af sinni hálfu. Landbúnaðarráðuneytið gefur þá heimild til innflutnings og er þá heimilt að setja búnaðinn í flutning. Tollskýrsla er síðan ekki stimpluð fyrr en viðkomandi héraðsdýralæknir hefur tekið búnaðinn út og er sáttur við hreinsun. Honum er heimilt að krefjast endursótthreinsunar áður en búnaðurinn er fluttur til þess sem flytur hann inn.