
Innflutningur á nautakjöti óverulegur
19.11.2003
Á þessu ári hefur innflutningur á nautakjöti verið óverulegur, enda verð á íslensku nautakjöti í heildsölu verið lágt allt þetta ár. Í byrjun nóvember nam innflutningur ársins 2003 alls 9 tonnum, en heimilt er að flytja inn 95 tonn árlega. Mest af innflutta kjötinu hefur komið frá Nýja Sjálandi, en einnig nokkurt magn frá Hollandi (640 kg.) og Danmörku (250 kg.). Innflutta kjötið er fyrst og fremst selt beint á veitingastaði og/eða flutt inn beint af veitingastöðum.