Beint í efni

Innflutningur á nautakjöti hefur aukist verulega frá 2009

27.10.2010

Samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum Sláturleyfishafa hefur innflutningur á nautakjöti til og með ágúst á þessu ári numið 95 tonnum, en á sama tíma árið 2009 var innflutningur nautakjöts kominn í 74 tonn. Er þetta aukning um 27% á milli ára. Innflutta nautakjötið samanstendur af lundum, fillé og hakkefni. Naut.is er ekki kunnugt um hvar þessi 95 tonn hafa verið boðin til sölu.

 

Ef horft er til heildarinnflutnings á kjöti til landsins þá

var hann kominn í 415 tonn í lok águst sem er minnkun um 2% frá fyrra ári. Af heildarmagninu vegur innflutningur á alífuglakjöti þyngst eða sem nemur 52%. Hlutfall hins innflutta nautakjöts af heildinni er hinsvegar 23%.

 

Á meðfylgjandi línuriti má sjá yfirlit yfir heildarmagn innflutts nautakjöts árin 2009 og 2010, til loka ágúst.