Beint í efni

Innflutningur á kjöti – janúar til apríl 2008

19.06.2008

Fyrstu fjóra mánuði ársins voru flutt inn rösklega 580 tonn af kjöti og unnum kjötvörum (2. og 16. kafli tollskrár). Af 158 tonnum af nautakjöti voru rúm 70 tonn af frystum nautalundum. Af frystum kjúklingabringum var búið að flytja inn 155 tonn og 35 tonn höfðu verið flutt inn af svínalundum. Augljóslega er það þannig verðmætasta kjötið sem flutt er inn tollalaust eða á lágmarkstollum. /EB

 

kg

Cif verðm. kr

Nautgripakjöt og kjötvörur

158.138

224.125.792

Svínakjöt og kjötvörur

157.506

87.522.300

Alifuglakjöt og kjötvörur

228.803

128.815.389

Annað kjöt og kjötvörur

36.507

30.044.273

Samtals

580.954

470.507.754