Beint í efni

Innflutningur á grasfræi 2008

23.03.2009

Á sl. ári voru flutt hingað til lands rúm 368 tonn af grasfræi. Cif-verðmæti þess voru 81,2 milljónir kr eða rétt um 220 kr/kg. Flutningur þess hingað til lands kostaði um 17 kr/kg. Miðað við að 30-35 kg fari í hektarann dugar þetta magn í u.þ.b. 10.000 ha. Fræið kemur nær eingöngu frá Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Lítilræði kemur frá Kanada og Nýja-Sjálandi. Áætla má að kúabændur noti drýgstan hluta af fræinu, yfir 200 tonn.

Heimild: www.hagstofa.is