Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ingo valinn besti boli ársins í Evrópu!

04.01.2017

Sænski tarfurinn Ingo, sem er Limósín holdanaut, hlaut heiðurinn besta Limsósín holdanaut Evrópu árið 2016 . Þetta þykja tíðindi meðal holdanautaræktenda í Evrópu, enda hefur Limósín verið aðalsmerki franskra ræktenda hingað til. Reyndar fór það svo að það var breskt Limósín naut sem fékk silfurverðlaunin en bronsverðlaunin fóru svo til Frakklands. Keppnin, sem kallast á ensku „Champion of Europe“, fer þannig fram að kynbóta- og sýningamat nauta er sent sérstakri dómnefnd sem metur árangur nautanna í mismunandi landskeppnum og útnefnir svo sigurvegarann í hverjum flokki. Nautin eru með öðrum orðum ekki endilega sýnd á sömu kynbótasýningunni.

Ingo þessi kemur frá holdanautabúinu Oderup í Hörby á Skáni í Svíþjóð, en búið er þekkt ræktunarbú þar í landi og er það rekið af hjónunum Carina og Rolf Hansson. Þau hafa verið með holdanautaræktun á búinu síðan 1989 og eru í dag með 111 gripi segir m.a. í frétt sænska vefmiðilsins Landbruk & Skogsland/SS.