Beint í efni

Indverskt nautakjöt ráðandi á heimsmarkaðinum

25.04.2012

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið telur í nýútkominni skýrslu að í ár verði töluverðar breytingar á heimsmarkaði með nautakjöt. Munar þar mestu um frosið nautakjöt frá Indlandi, en talið er að útflutningur þaðan nái á árinu að slá við útflutningi frá bæði Brasilíu og Ástralíu.

 

Það er stóraukin eftirspurn eftir nautakjöti í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum sem knýr áfram nautakjötsframleiðsluna í Indlandi. Þess utan er nautakjöt framleitt í Indlandi afar heppilegt til útflutnings, enda byggja Indverjar próteinneyslu sína fyrst og fremst á öðrum próteingjöfum en nautakjöti en sem kunnugt er teljast kýr í Indlandi heilagar/SS.