Beint í efni

Indverjar hindra sölu kúa

15.06.2017

Inverska ríkisstjórnin setti nú fyrir mánaðarmótin ný lög sem eiga að koma í veg fyrir að kúabændur geti selt kýr sýnar á markaði til slátrunar, en sem kunnugt er njóta kýr sérstakrar stöðu í Indlandi og eru taldar heilagar. Vegna þessa er megnið af kjötinu á markaðinum í Indlandi af buffalóum en mjólkurkýr hafa þó einnig farið til slátrunar enda ekki allir Indverjar hindúar. Það hefur þó lengi farið fyrir brjóstið á hindúum og nú hefur ríkisstjórnin sett þessi lög sem hefta verulega möguleika bænda á að selja gripi á fæti. Flestir telja að ástæðan sé fyrst og fremst trúarlegs eðlis en ríkisstjórnin hefur þó kynnt málið sem dýravelferðarmál vegna hættu á slæmri meðferð á gripum á mörkuðum landsins.

Samtök þarlendra kjötvinnsla hafa lýst yfir verulega áhyggjum af þessum lögum og telja að þau geti haft gríðarleg neikvæð áhrif á þróun indverskrar mjólkur- og kjötframleiðslu. Jafnvel gæti lagasetningin ein og sér leitt til hækkunar heimsmarkaðsverðs á nautgripakjöti enda stendur Indland undir fimmtungi þess kjöts sem er á alþjóðlegum mörkuðum og mun því muna um verulega um það ef samdráttur verður/SS.