Beint í efni

Indverjar framlengja bann við innflutningi mjólkurafurða frá Kína

03.01.2012

Indland hefur framlengt bann við innflutningi mjólkur og mjólkurafurða frá Kína um hálft ár. Innflutningsbannið nær einnig til súkkulaðis, súkkulaðiafurða og önnur hráefni til matargerðar sem innihalda mjólk eða afurðir úr henni sem framleiddar eru í Kína. Bannið verður í gildi fram til 24. júní n.k. nema indverska viðskiptaráðuneytið ákveði annað. Bannið var fyrst sett í september 2008 og átti þá að gilda fram að jólum 2011. Engin sérstök ástæða hefur verið gefin fyrir framlengingunni, en því er haldið fram að ótti um viðvarandi melamín mengun í kínverskri mjólk sé einn af megin áhrifavöldunum./BHB

 

Heimild: Dairy Industry Newsletter