Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Indland verður mesta mjólkurframleiðsluland heims

27.07.2017

Samkvæmt áætlun OECD og FAO fyrir árin 2017-2026 er búist við því að í lok þess tímabils þá verði Indland komið í fyrsta sæti fyrir mjólkuframleiðslulönd heimsins, þ.e. ef horft er til framleiddrar mjólkur. Skýringin á þessu er m.a. sú að áætlað er að fjöldi jarðarbúa muni aukast úr 7,3 milljörðum í 8,2 milljarða og að 56% af þessari miklu aukningu verði í Indlandi. Gangi það eftir verður Indland orðið fjölmennasta land heims árið 2026 en sem kunnugt er þá er það Kína sem vermir það sæti í dag.

Þessi mikla áætlaða fólksfjölgun í Indlandi mun kalla á verulega stækkun indverska markaðarins og vegna ónýttra tækifæra við nýtingu landsins er því spáð að mjólkurframleiðsla landsins muni taka verulega við sér en mjólkin muni fyrst og fremst verða nýtt heima fyrir og landið muni vart verða umsvifamikið á heimsmarkaði mjólkurvara.

Sé horft til áætlunarinnar varðandi þróun heimsmarkaðarins fyrir mjólkurvörur þá spá þessar stofnanir því að neyslumarkaður fyrir osta muni vaxa um 1,4% á ári næstu 10 árin og að mjólkurduftsmarkaðurinn muni vaxa um 2,3% á ári næsta áratuginn/SS.