Beint í efni

Illgresisvandamál í jarðrækt

19.12.2007

Þegar tíðarfar er þurrt eiga einærar nytjaplöntur oft í vök að verjast gagnvart illgresi. Þetta á við í grænfóðurflögum, nýræktum og kornökrum þar sem sáð er að vori. Við kjöraðstæður þar sem sáðbeður er góður og ræki nægjanlegur hafa nytjaplönturnar forskot og illgresið verður undir í samkeppninni. Þetta á einkum við um korn og rýgresi sem spíra hratt en sáðgresi og grænfóður af krossblómaætt (kál) spírar hægar. Ef rakinn tapast úr flögum við jarðvinnslu að vori og við tekur langur.