Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Iðnaðarsalt í matvælum – MS innkallar fimm vörutegundir

16.01.2012

Svofelld fréttatilkynning hefur borist frá Mjólkursamsölunni:

 

Salt sem notað er í vinnslu Mjólkursamsölunnar er vottað matvælasalt.  Ein af 6 vinnslustöðvum MS hefur undanfarið fengið afgreitt iðnaðarsalt, þrátt fyrir að hafa pantað matvælasalt.  Það var lítið brot af heildarsaltnotkun fyrirtækisins.
Notkun á því hefur verið mjög takmörkuð og bundin við Klípu, Létt og laggott,  grjónagraut, hrísmjólk og smyrjanlegan rjómaost.  Matvælastofnun telur að neytendum stafi ekki hætta af notkun þessa salts, efnasamsetning er nær sú sama og í venjulegu matarsalti en framleiðsla og dreifing ekki vottuð með sama hætti.
MS hefur þegar skipt um salttegund í framleiðslu framangreindra vörutegunda og innkallar af markaði það sem framleitt var með þessum hætti.  Salt í allar aðrar vörur MS hefur verið staðlað matarsalt.
Mjólkursamsalan starfar í samræmi við gæðaeftirlitskerfi. Félagið einsetur sér að nýta einungis fyrsta flokks hráefni í framleiðsluna  og harmar mjög þessi mistök. Félagið hefur breytt verklagi og krefst nú staðfestingar frá framleiðendum rekstrarvara á að viðkomandi vörur séu vottaðar til matvælaframleiðslu en lætur ekki nægja upplýsingar frá seljendum þessara vara. 

 

Nánari upplýsingar fyrir neytendur í síma 569 2200