Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

IDF: 1 milljarður manna lifir og býr á kúabúum!

12.11.2011

Dagana 15.-19. október sl. var alþjóðleg mjólkurráðstefna haldin í Parma á Ítalíu á vegum IDF, alþjóðlegu mjólkursamtakanna. Mjólkursamsalan sendi tvo fulltrúa á ráðstefnuna, þá Bjarna Ragnar Brynjólfsson og Björn S. Gunnarsson. Á ráðstefnunni voru mörg fróðleg erindi er lutu m.a. að því sem viðvíkur mjólkurframleiðslu, landbúnaðarpólitík, næringarþáttum tengdum mjólk og mörgu fleiru.

 
Meðal þess sem fram kom á fundinum er að við Íslendingar erum í fremstu röð í drykkjarmjólkurneyslu, trónum raunar á toppnum ef neysla Evrópusambandsins er tekin saman í eitt meðaltal. Ef stök lönd innan Evrópusambandsins eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að Finnland, Eistland og Írland liggja aðeins fyrir ofan okkur í neyslu drykkjarmjólkur. Við erum einnig ofarlega í neyslu smjörs (aðeins Sviss, Frakkland, Þýskaland, Lúxemborg, Eistland og Austurríki eru fyrir ofan okkur), og stöndum okkur enn betur í ostaneyslunni þar sem við erum í 3. sæti á eftir Frakklandi og Lúxemborg.
 
Hér fyrir neðan má sjá fleiri áhugaverða fróðleiksmola af ráðstefnunni:
– 62% mjólkurframleiðslu heimsins fer til vinnslu í mjólkursamlögum
– Af tuttugu stærstu mjólkurfyrirtækjum heimsins eru 11 samvinnufélög
– Framleiðsla árið 2010 jókst mest í % í Vestur-Evrópu og í vesturhluta Tyrklands
– Áætlað er að 1 milljarður manna lifi og búi á mjólkurframleiðslubýlum
– Aðeins 11 lönd eru með meðalbú yfir 100 kýr
– Fóðurkostnaður er áætlaður 60-80% af kostnaði við mjólkurframleiðslu
– Auka þarf mjólkurframleiðslu heimsins um sem nemur framleiðslu Nýja Sjálands á hverju ári næstu 20 árin
– Um 21% mjólkurframleiðslu heimsins er í Evrópu
– Í Evrópu fækkar bændum stöðugt, en hjarðir og jarðir stækka
– Fyrri hluta þessa árs hefur mjólkurframleiðsla aukist verulega á suðurhveli jarðar. Um 12% á Nýja Sjálandi fyrstu fimm mánuði ársins og fyrstu sex mánuðina um 16% í Argentínu og 12,6% í Chile/SS-Mjólkurpósturinn.