Beint í efni

Í minningu Hallveigar Fróðadóttur

16.04.2021

Hallveig Fróðadóttir starfsmaður F.H.B. er látin eftir harða baráttu við krabbamein. Við samstarfsfélagar hennar sjáum á eftir einstakri konu sem vann störf sín af mikilli natni og einstökum áhuga á íslenska hestinum. Það er stórt skarðið sem Hallveig skilur eftir sig meðal okkar félaganna og samstarfsfólks hennar í Félagi hrossabænda. Hún var fulltrúi F.H.B. í markaðsverkefninu Horses of Iceland, verkefni sem hún sýndi ómældan áhuga og virkilega brann fyrir. Hallveig vann einnig um árabil við skrásetningar fyrir Worldfeng. Þar leysti hún úr öllum málum með sinni einstöku kurteisi og  virðingu fyrir hesteigendum víða um heiminn. Hallveig stundaði hestamennsku sjálf af mikilli ástríðu og ræktaði sín reiðhross sjálf. Það var hennar hamingja. Við vottum hennar aðstandendum og fjölmörgu vinum okkar dýpstu samúð. f.h Félags hrossabænda Sveinn Steinarsson