Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Í Kalíforníu má nú á ný slátra lasburða skepnum

23.02.2012

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur nú dæmt lög frá Kalíforníufylki ólögleg, en lögin bönnuðu slátrun á skepnum sem eru of veikar eða slasaðar til þess að standa eða ganga sjálfar! Skýringin sem gefin er fyrir þessum dómi er að kjöt af slíkum skepnum er talið heilbrigt og í samræmi við heilbrigðislögin þar í landi. Lögin voru sett í Kalíforníu eftir að dýraverndarsamtök sýndu myndbandsupptöku af skepnum sem þurfti að draga og ýta til slátrunar þar sem þau gátu ekki gengið af sjálfsdáðum og bar því eigendum þeirra að aflífa skepnurnar en ekki senda í sláturhús.

 

Samtök sláturhúsa höfðuðu mál á þeim forsendum að skepnur sem hafa slasast geta náð sér að fullu og því beri ekki að aflífa slíkar skepnur og hafa s.s. nú unnið það fyrir Hæstarétti. Fulltrúar dýraverndarsamtaka harma eðlilega þessa einróma niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna/SS.