Beint í efni

Hvetja til samvinnu og sameiningar sæðingastarfseminnar

23.03.2013

Fulltrúar kúabænda á aðalfundi LK samþykktu rétt í þessu ályktun um að nú þegar verði hafist handa við að leysa úr vanda þeirra svæða þar sem rekstur sæðingastarfseminnar er erfiðastur með aukinni samvinnu og sameiningu rekstrareininga. Þá segir jafnframt í ályktuninni að komið verði á fót samræmdri, notkunarhvetjandi gjaldskrá fyrir landið allt/SS.