Beint í efni

Hvernig verður greiðslumarkið á 16 mánaða verðlagsári?

27.05.2009

Nokkrir bændur hafa haft samband við forsvarsmenn LK vegna þeirra breytinga sem fyrirhugað er að gera á lengd næsta verðlagsárs, að því tilskyldu að bændur samþykki þær breytingar sem undirritaðar voru á mjólkursamningunum þann 18. apríl s.l. Þess misskilnings hefur orðið vart, að greiðslumarkið verði með svipuðum hætti og verið hefur, ca. 117 milljónir lítra en verðlagsárið lengt um þriðjung. Fyrirkomulagið verður að sjálfsögðu ekki með þessum hætti.

Verði 12 mánaða greiðslumark t.d. ákveðið 117 milljónir lítra, sem er samdráttur um 2 milljónir lítra m.v. yfirstandandi verðlagsár, þýðir það 9,75 milljónir lítra pr. mánuð. Miðað við 16 mánaða verðlagsár gerir það 156 milljón lítra greiðslumark, sem skiptist í sömu hlutföllum og áður milli greiðslumarkshafa.

 

Sé tekið dæmi af búi sem er með 200.000 lítra greiðslumark í ár, þá fær það bú 262 þús. lítra greiðslumark fyrir næsta verðlagsár, 1.9.2010-31.12.2010. Miðað við óbreytta sölu fer greiðslumarkið svo aftur niður í um 196 þúsund lítra árið 2011, það sama og búið fengi ef næsta verðlagsár yrði með óbreyttu sniði.