Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hvernig þróaðist neyslan í Noregi?

05.03.2014

Í ljósi mikillar söluaukningar á fituríkum mjólkurafurðum hér á landi á undanförnum mánuðum, vaknar sú spurning hversu lengi sú þróun muni halda áfram. Er þá títt horft til Noregs, þar sem einnig hefur orðið mikil aukning í sölu á smjöri og rjóma. Á heimasíðu norsku upplýsingaskrifstofunnar fyrir mjólkurafurðir, melk.no má nálgast greinargóðar upplýsingar um þróunina þar í landi undanfarin ár.

 

Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig sala á rjóma, mælt í kg á íbúa hefur þróast frá 2007 til 2013. Árið 2007 var salan 4,9 kg/íbúa á ári, á árabilinu 2008-2010 var salan um 5,7 kg á íbúa en árið 2011 varð hún 6,4 kg/íbúa. Það sama ár var tíðarfar til gróffóðuröflunar mjög óhagstætt í Noregi, sem leiddi af sér samdrátt í mjólkurframleiðslu og lækkandi fituhlutfall innleggsmjólkur. Við lækkandi fituhlutfalli var brugðist með því að breyta samsetningu á kjarnfóðurblöndum og leggja aukna áherslu á vægi fitunnar í greiðslum á afurðaverði. Undanfarin tvö ár hefur neysla á rjóma verið nokkuð stöðug, um 6,2 kg/íbúa.

 

 

Sala á smjöri hefur einnig vaxið umtalsvert í Noregi. Árið 2007 var hún 2,1 kg/íbúa, var komin í 2,4 kg á íbúa árið 2011 en tók stökk í 2,8 kg á íbúa árið 2012 og hefur haldist stöðug síðan, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

 

Það er því ekki annað að sjá en að þessar neyslubreytingar séu komnar til að vera hjá frændum okkar Norðmönnum./BHB

 

 

Heimild: www.melk.no/meierifakta