Hvernig miðar háhraðatengingunum?
18.08.2009
Undanfarin ár hafa samtök bænda samþykkt fjölda ályktana sem lúta að nauðsyn þess að allir landsmenn hafi aðgang að háhraða nettengingum. Á heimasíðu Fjarskiptasjóðs má sjá framgang þeirra mála með því að smella hér.
Í tímaáætlun verkefnisins frá 7. ágúst sl. má sjá að þessa dagana er verið að koma háhraðatengingum á í Skagafirði, í september verður unnið á Ströndum og í Eyjafirði. Lengst munu íbúar Dalabyggðar þurfa að bíða, en samkvæmt áætluninni mun þeim standa þessi þjónusta til boða í desember 2010.