Beint í efni

Hvernig á að brauðfæða heimsbyggðina? Hádegisfundur BÍ 18. janúar kl. 12-13.

17.01.2011

Aukin eftirspurn eftir mat kallar á breyttar áherslur í landbúnaði og stjórnmálum á heimsvísu. Framundan er mikil fólksfjölgun í heiminum og á sama tíma hafa loftslagsbreytingar veruleg áhrif á vaxtar- og lífsskilyrði plantna og dýra. Aukinn kaupmáttur víða um heim og þverrandi jarðefnaeldsneyti hefur gjörbreytt því hvernig horft er til matvælaframleiðslu framtíðarinnar.

Við þurfum að framleiða meiri mat – en hvernig á að fara að því og geta þjóðir á norðurslóðum lagt sín lóð á vogarskálarnar?

Bændasamtökin halda hádegisfund um málefnið í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 18. janúar kl. 12:00 til 13:00. Fundurinn fer fram í Harvard II á 2. hæð Hótel Sögu.

Frummælandi er Christian Anton Smedshaug en hann er doktor í umhverfisfræðum og starfar hjá Norsku bændasamtökunum. Christian Anton gaf út bókina „Feeding the World in the 21st Century“ en þar er m.a. fjallað um matvælaframleiðslu í sögulegu samhengi og möguleika landbúnaðarins til að mæta erfiðum viðfangsefnum framtíðarinnar. Á eftir erindinu verða umræður undir stjórn fundarstjórans Áslaugar Helgadóttur prófessors hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku.
 
Allir velkomnir – aðgangur er ókeypis.

 

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna veitir gjarnan upplýsingar um tilefni fundarins í síma 861-7740.

 

Bændasamtök Íslands