Beint í efni

Hveitiverð hríðféll á Matif í gær

09.03.2011

Þegar Matif markaðurinn í París lokaði í gær hafði verð á hveiti fallið verulega frá mánudeginum eða um 1.800 kr/tonnið. Á mánudag stóð verðið á tonninu í 39.600 krónum en í gær var tonnið komið í 37.800,-. Samkvæmt viðmiðunum um uppskerumagn af hverjum hektara nemur lækkunin á einum degi um 14.100 krónum á hektarann og ef horft er til hveitiverðsins í síðustu viku er verðlækkunin enn meiri eða um 2.200 kr/tonnið.

 
Þrátt fyrir þessa miklu lækkun í gær, er verð á hveiti enn afar hátt og nærri því tvöfalt hærra en það var fyrir uppskeruna sl. haust. Þetta 

söluverð skilar sér ekki beint til kornræktarbænda en milliliðir taka til sín hluta ágóðans. Samkvæmt vefsíðunni kornbasen.dk er verð á hveiti til kornbænda um 32.900 til 34.000 krónur fyrir tonnið.