Hveiti hækkar enn!
02.11.2010
Hveiti hefur nú enn á ný hækkað á heimsmarkaðinum eftir að Alþjóðlega korn ráðið (International Grains Council) birti skýrslu sína í lok október um horfur í kornmálum heimsins. Í skýrslunni er því spáð að heimsframleiðslan á korni dragist saman um 11 milljón tonn miðað við fyrri spár, sem er þá enn meiri samdráttur en þegar hafði verið spáð í september. Skýringarnar fyrir enn frekari hrakspá um heildarframleiðslu korns er að finna í horfum á uppskerubresti á maís í bæði Bandaríkjunum og Kína.
Þá hefur IGC einnig hækkað spá sína um matarþörf í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu þar sem svæðin tvö virðast vera að skríða hraðar út úr kreppunni en fyrir spár
gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir að spá IGC um hvetiuppskeru hafi ekki verið breytt, hafði framsetning skýrslunnar áhrif á kornmarkaðinn og fór verð á hverju tonni af hveiti upp um 5 pund á markaðinum í London og var hveiti í janúar 2011 selt á 174 pund/tonnið.