
Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands
28.12.2017
Bændasamtökin óska eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna sem veitt verða við setningu Búnaðarþings í byrjun mars 2018.
Tilgangur verðlaunanna er að hampa því sem vel er gert í tengslum við íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að vekja athygli á verðlaunahöfunum og vera þakklætisvottur frá íslenskum bændum.
Tilnefndir til Hvatningarverðlauna BÍ geta verið einstaklingar á öllum aldri, hópar, félög eða félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir.
Tilnefningum skal skila á netfangið bondi@bondi.is fyrir 10. janúar nk. ásamt stuttri röksemdafærslu.
Bændasamtök Íslands