
Hvanneyringar heimsækja BÍ
20.02.2009
Nemendur á öðru ári í búfræðinámi á Hvanneyri heimsóttu Bændasamtökin í vikunni í tengslum við nám sitt. Hópurinn var m.a. kominn til þess að fræðast um starfsemi samtakanna, evrópumálin og það rekstrarumhverfi sem íslenskur landbúnaður býr við nú um stundir. Haraldur Benediktsson formaður BÍ og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri og fleiri starfsmenn hittu hópinn og skipst var á skoðunum um hin fjölbreyttustu málefni. Meðal þess sem kom upp í umræðum var framtíð landbúnaðarins og höfðu nemendurnir margt að segja um nýliðun í atvinnuveginum og um fjarskiptamál.
Stærri mynd