Beint í efni

Hvaðan kemur mjólkin?

29.05.2013

Skånemejerier í Svíþjóð hafa nú tekið í notkun nýtt kerfi sem er afar framúrstefnulegt enda er félagið búið að fá einkaleyfi á hugmynd sína. Hin framúrstefnulega hugmynd felst í því að allar fernur félagsins eru nú merktar þeim kúabúum sem leggja til mjólkina. Kerfið er í raun einfalt, en hver ferna hefur sérstakt raðmerki þar sem ”best fyrir” stimpillinn er og með því að slá inn þetta raðmerki má sjá hvaða kúabú hefur skaffað mjólkina.

 

Framkvæmdalega séð er þetta hinsvegar all flókið, enda þekkja allir bændur þá staðreynd að fita og prótein í tankmjólk er afar breytileg á milli búa. Skånemejerier aftur á móti að því að sækja mjólkina á afar stór kúabú sem daglega framleiða tugi tonna af mjólk hvert þeirra. Það var í raun forsenda þess að mögulegt var að upprunamerkja mjólkina með þessum hætti, þ.e. að mjólkurmagnið frá hverjum framleiðanda væri mikið.

 

Skånemejerier stefnir á það að sama upprunavottun verði möguleg í framtíðinni varðandi aðrar vörur félagsins/SS.