Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hvaðan kemur maturinn og hvað er í honum?

09.04.2008

Matur, öryggi og heilsa, er yfirskrift sameiginlegrar ráðstefnu á vegum Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fer á Hótel Hilton Nordica þann 16. apríl n.k. Á ráðstefnunni, sem mun standa frá 12:30 til 16:30, verður m.a. leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna rekjanleiki matvæla verður sífellt mikilvægari, hvað felst í staðbundinni matvælaframleiðslu, hverjar eru helstu hætturnar tengdar matarsjúkdómum og hvað ný matvælalöggjöf Evrópusambandsins þýðir fyrir Ísland.

Dagskrá:
13:00 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna
13:15 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís. - Ávarp
13:25 Jón Gíslason, forstjóri MAST. - Ávarp

Fyrri hluti:
13:35 Alisdair Wotherspoon, Food Standards Agency (FSA), UK. Food Safety – Global trade and new challanges in Food Safety.

14:05 Franklín Georgsson, Matís. Matarsjúkdómar á Íslandi – þróun á Íslandi, helstu hættur og samanburður við aðrar þjóðir.

14:20 Jón Gíslason, MAST. Innleiðing á heildarlöggjöf EU á sviði matvæla – þýðing fyrir Ísland og matvælaöryggi.

14:35 Hlé – kynning á básum.

Seinni hluti:

15:05 Rúnar Gíslason, Kokkarnir ehf. - Stóreldhús – öryggi við matreiðslu og þjónustu í stórveislum.

15:20 Friðrik Valur Karlsson, Friðrik V. - Uppruni hráefnis á veitingastöðum.

15:35 Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Matís. - Staðbundin matvælaframleiðsla – tækifæri og ógnir.

15:50 Reynir Eiríksson, Norðlenska. - Mikilvægi rekjanleika fyrir öryggi matvæla.

16:05 Davíð Gíslason, ofnæmislæknir. - Fæðuofnæmi og fæðuóþol.

16:20 Helga Gunnlaugsdóttir, Matís. - Íslenskt umhverfi og aðskotaefni.

16:35 Samantekt og ráðstefnuslit.

16:45 Móttaka og kynning í básum:

Bás 1 Matfugl ehf. Kynning – gæðastýring við kjúklingaframleiðslu sérstaklega er varðar öryggi framleiðslunnar. Kynning á kjúklingaréttum.

Bás 2 MS. Kynning - innri eftirlitskerfi í mjólkuriðnaði og öryggi mjólkurvara. Kynning á framleiðsluvörum.

Bás 3 Sölufélag garðyrkjumanna. Kynning – gæða- og öryggiskröfur sem gerðar eru til grænmetis.

Bás 4 Matís. Hraðvirkar mælingar hjá Matís

Bás 5 Matís. Þjónustu- og öryggismælingar Matís

Bás 6 Matvælastofnun. Almenn kynning á starfsemi MAST.