
Hvað segja bændur? – Fyrirlestur um landbúnaðarmál
26.11.2015
Erna Bjarnadóttir hagfræðingur BÍ heldur fyrirlestur um landbúnaðarmál á vegum Hagfræðideildar Háskóla Íslands föstudaginn 27. nóv. Þar mun hún meðal annars fjalla um viðskipti með búvörur, gildi tollverndar og rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar. Hvaða áhrif munu tollabreytingar á búvörum hafa á íslenska framleiðendur og munu neytendur njóta góðs af þeim? Hver er sérstaða íslensks landbúnaðar og hvar liggja sóknarfæri bænda?
Málstofan er öllum opin en hún er haldin í Háskóla Íslands í Reykjavík, Odda, 3. hæð í vesturenda, og hefst kl. 11.00 og lýkur kl. 12.00.
Tengill á viðburð
Málstofan er öllum opin en hún er haldin í Háskóla Íslands í Reykjavík, Odda, 3. hæð í vesturenda, og hefst kl. 11.00 og lýkur kl. 12.00.
Tengill á viðburð